West Ham heldur áfram að gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er í fjórða sæti með 20 stig eftir öruggan 4:1-útisigur á Aston Villa í dag.
Ben Johnson, Declan Rice, Pablo Fornals og Jarrod Bowen gerðu mörk West Ham. Ollie Watkins skoraði mark Villa er hann jafnaði í 1:1. Ezri Konsa, varnarmaður Aston Villa, fékk beint rautt spjald snemma í seinni hálfleik.
Svipmyndir úr leiknum fjöruga má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.