Mörkin: Þrjú mörk á fimm mínútum

Spánverjinn Rodrigo skoraði sigurmark Leeds í 2:1-sigri liðsins á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í fallslag.

Markið kom af löngu færi og átti Tim Krul að gera betur í marki Norwich. Mörkin þrjú komu öll á fimm mínútna kafla, en Raphinha kom Leeds yfir áður en Andrew Omobamidele jafnaði.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert