Ítalinn Antonio Conte er sá fyrsti sem er sterklega orðaður við starf knattspyrnustjóra Tottenham eftir að Nuno Espiríto Santo var sagt upp í morgun.
Conté hætti störfum hjá Inter Mílanó vegna deilna við forráðamenn félagsins í vor eftir að liðið varð ítalskur meistari undir hans stjórn.
The Telegraph segir að Tottenham ætli að snúa sér fyrst til Conte og BBC segir að margt bendi til þess að hann sé efstur á óskalista forráðamanna Lundúnafélagsins.
Chelsea varð enskur meistari 2017 og bikarmeistari 2018 undir stjórn Conte og áður hafði hann stýrt Juventus til ítalska meistaratitilsins þrjú ár í röð.
Uppfært kl. 10.24:
Sky Sport skýrði frá því rétt í þessu að Conte væri á leið til London í dag til viðræðna við forráðamenn Tottenham.