Gylfi: Eina leiðin fyrir Manchester United

„Þeir voru bara að fylla upp í holurnar enda allt galopið gegn Liverpool,“ sagði Bjarna Þór Viðarsson um leik Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Vellinum á Síminn Sport í gær.

United vann afar mikilvægan 3:0-sigur gegn Tottenham í stórleik helgarinnar á Tottenham Hotspur-vellinum í London.

Fyrir leik helgarinnar hafði United ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og tapað þremur þeirra, síðast gegn Liverpool á Old Trafford þar sem Liverpool vann 5:0-sigur.

„Þeir lágu til baka í þessum leik gegn Tottenham og það hentar þeim ágætlega. Þeir gerðu það nokkrum sinnum í fyrra og mér finnst að þeir eigi að gera meira af því,“ sagði Bjarni.

„Það er eina leiðin fyrir þá finnst mér,“ sagði Gylfi Einarsson og tók undir orð Bjarna.

„Skástu leikirnir þeirra eru þegar þeir liggja til baka og sækja svo hratt á andstæðingana,“ bætti Gylfi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert