Raúl Jiménez skoraði frábært mark fyrir Wolves þegar liðið tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 2:1-sigri Wolves en Jiménez skoraði annað mark Wolves á 32. mínútu eftir að Max Kilman hafði komið Wolves yfir á 28. mínútu.
Alex Iwobi klóraði í bakkann fyrir Everton í síðari hálfleik en lengra komust Everton-menn ekki og Wolves fagnaði sigri.
Leikur Wolves og Everton var sýndur beint á Síminn Sport.