Samningaviðræður hafnar

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Samningaviðræður á milli Tottenham Hotspur eru Antonio Conte eru hafnar samkvæmt BBC en Conte fór til London í dag. 

Forráðamenn Tottenham virðast ætla að vinna málið hratt en þeir sögðu upp knattspyrnustjóranum Nuno Espi­ríto Santo og tilkynntu um starfslok hans í morgun. 

Conte er kominn til London og viðræður eru hafnar en Conte hefur áður starfað á Englandi því hann vann bæði deildina og bikarinn sem knattspyrnustjóri Chelsea. 

Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham og Fabio Paratici framkvæmdastjóri félagsins funda með Conte. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Conte fundar með forráðamönnum Tottenham. Síðasta sumar var rætt við Conte um knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham eftir að hann hætti óvænt hjá Inter. 

Svo fór að Tottenham réði Nuno en sagði honum upp störfum aðeins fjórum mánuðum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert