Þriðja tap Everton í röð

Max Kilman fagnar marki sínu gegn Everton.
Max Kilman fagnar marki sínu gegn Everton. AFP

Everton tapaði sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Wolves á Molineux-völlinn í Wolverhampton í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.

Max Kilman kom Wolves yfir á 28. mínútu og Raúl Jiménez tvöfaldaði forystu Wolves fjórum mínútum síðar.

Alex Iwobi klóraði í bakkann fyrir Everton á 66 en lengra komust Everton-menn ekki og Wolves fagnaði 2:1-sigri.

Wolves er með 16 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Everton er í tíunda sætinu með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert