Sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker, og einn markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, tjáði sig í morgun um brottrekstur knattspyrnustjóra Tottenham Hotspurs.
Lineker er iðinn við kolann á Twitter en ummæli hans þar voru snaggaraleg. „Nuno hefur verið rekinn. Tottenham er nánast í rúst um þessar mundir,“ skrifar Lineker og linkar á Twittersíðu Tottenham Hotspur.
Lineker er sjálfur fyrrverandi leikmaður Tottenham. Þar var hann samherji Guðna Bergssonar á árunum 1989 - 1992 áður en ferillinn tók óvænta stefnu og Lineker fór til Japan.
Nuno has been fired. @SpursOfficial are something of a shambles at present.
— Gary Lineker 💙 (@GaryLineker) November 1, 2021