Búist við ráðningu Conte í dag

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Enskir fjölmiðlar búast við því að tilkynnt verði í dag um ráðningu Antonio Conte í starf knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur. 

Ekki er talið að Tottenham sé formlega búið að semja við Conte en búist er við að samningsaðilar muni ná saman. Telegraph telur til að mynda að munnlegt samkomulag liggi fyrir. 

Jafnvel er talið að Conte muni sjást á æfingu hjá Tottenham í dag. Hann kom til London í gær en hlutirnir hafa gerst hratt frá því Tottenham tapaði fyrir Manchester United 0:3 seinni partinn á laugardaginn. 

Telegraph segir að Conte muni semja við Tottenham út tímabilið 2022-2023. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert