Miklu mikilvægari en leikurinn gegn United

Pep Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.
Pep Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. AFP

Manchester City tekur á móti Club Brugge í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Etihad-vellinum í Manchester á morgun.

París SG er í efsta sæti riðilsins með 7 stig, City kemur þar á eftir með 6 stig, Club Brugge er með 4 stig og RB Leipzig er án stiga.

Pep Guardiola, stjóri City, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag en City mætir Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi.

„Þessi leikur gegn Club Brugge er miklu mikilvægari en leikurinn gegn Manchester United,“ sagði Guardiola.

„Með sigri á morgun erum við skrefi nær því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Það eru margir leikir í ensku úrvalsdeildinni en það eru bara sex leikir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við eigum einungis þrjá leiki eftir.

Það kemur ekkert annað til greina en að taka þessa leiki alvarlega,“ bætti Guardiola við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert