Ráðinn stjóri Tottenham

Antonio Conte skrifaði undir átján mánaða samning við Tottenham.
Antonio Conte skrifaði undir átján mánaða samning við Tottenham. Ljósmynd/Tottenham

Antonio Conte hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Ítalski stjórinn skrifar undir átján mánaða samning við félagið sem gildir út tímabilið 2023 með möguleika á framleningu.

Conte tekur við liðinu af Nuno Espírito Santo sem var rekinn í gær eftir nokkra mánuðu í starfi en Santo tók við liðinu í sumar.

Ítalski stjórinn ræddi við forráðamenn Tottenham um að taka við liðinu í sumar en viðræður sigldu í strand og Santo var að endingu ráðinn.

Conte þekkir vel til á Englandi eftir að hafa stýrt Chelsea frá 2016 til ársins 2018 en hann gerði Chelsea að Englandsmeisturum árið 2017 og bikarmeisturum 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert