Newcastle United hefur nú áhuga á að fá Eddie Howe knattspyrnustjóra Bournemouth til starfa hjá félaginu eftir að Unai Emery stjóri Villareal afþakkaði samningaviðræður við Newcastle.
Forráðamenn Newcastle virðast hafa kannað áhuga hjá nokkrum knattspyrnustjórum eins og Paulo Fonseca sem áður stýrði Roma. Viðræður við hann fóru ekki á alvarlegt stig.
Talið er að landsliðsþjálfari Belga Roberto Martinez og Lucien Favre hjá Dortmund hafi verið inni í myndinni. BBC telur hins vegar að forráðamenn Newcastle hafi nú mestan áhuga á að klófesta Eddie Howe.
Graeme Jones stýrir liðinu til bráðagirgða og verður væntanlega við stjórn á laugardaginn eþgar liðið mætir Brighton. Newcastle þarf að rétta úr kútnum ef ekki á illa að fara en liðið hefur ekki unnið í síðustu tíu leikjum í deildinni.