Englendingurinn Ryan Mason er kominn í þjálfarateymi enska knattspyrnuliðsins Tottenham. Mason verður Antonio Conte, nýráðnum stjóra Tottenham, til halds og trausts.
Mason, sem er aðeins þrítugur, lék með Tottenham frá 2008 til 2016. Hann þurfti hinsvegar að hætta ungur að árum vegna höfuðmeiðsla.
Mason var tímabundið stjóri Tottenham undir lok síðustu leiktíðar eftir að José Mourinho var vikið frá störfum.