Knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho er ekki í nýjasta landsliðshópi Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. Sancho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Manchester United á leiktíðinni og ekki náð sér á strik.
Sancho kom til United frá Dortmund fyrir tímabilið og hefur hvorki skorað né lagt upp mark fyrir nýja liðið. Liðsfélagi hans Marcus Rashford er hinsvegar mættur aftur í landsliðið í fyrsta skipti frá því á EM í sumar.
England mætir Albaníu á heimavelli og San Marínó á útivelli síðar í mánuðinum í undankeppni HM í katar, en liðið er nánast búið að tryggja sér sæti á lokamótinu.
Landsliðshópur Englands:
Markverðir: Sam Johnstone (West Brom), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal)
Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (Wolves), Reece James (Chelsea), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kyle Walker (Manchester City).
Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Jordan Henderson (Liverpool), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Leeds), Declan Rice (West Ham), James Ward-Prowse (Southampton).
Framherjar: Tammy Abraham (Roma), Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham), Bukayo Saka (Arsenal), Marcus Rashford (Manchester United), Raheem Sterling (Manchester City).