Verður frá í mánuð hið minnsta

Anthony Martial, Raphael Varane og Luke Shaw.
Anthony Martial, Raphael Varane og Luke Shaw. AFP

Franski heimsmeistarinn Raphael Varane leikur ekki með Manchester United næsta mánuðinn en hann fór meiddur af velli þegar United mætti Atalanta í Meistaradeildinni í vikunni. 

Varane meiddist í læri og missir því af grannslagnum í Manchester á laugardaginn. Varane var nýorðinn leikfær eftir meiðsli í nára og lék með liðinu í sigurleiknum gegn Tottenham um síðustu helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert