Franski heimsmeistarinn Raphael Varane leikur ekki með Manchester United næsta mánuðinn en hann fór meiddur af velli þegar United mætti Atalanta í Meistaradeildinni í vikunni.
Varane meiddist í læri og missir því af grannslagnum í Manchester á laugardaginn. Varane var nýorðinn leikfær eftir meiðsli í nára og lék með liðinu í sigurleiknum gegn Tottenham um síðustu helgi.