Verður næsti stjóri Newcastle

Eddie Howe verður næsti stjóri Newcastle.
Eddie Howe verður næsti stjóri Newcastle. AFP

Enski knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur gert tveggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Hann tekur við liðinu af Steve Bruce sem var sagt upp störfum á dögunum.

Howe náði mögnuðum árangri með Bournemouth á sínum tíma og fór með liðið úr fallsæti úr D-deildinni og upp í ensku úrvalsdeildina. Hann hætti með Bournemouth árið 2020 og hefur verið án starfs síðan.

Newcastle er ríkasta félag heims eftir að Mohammed bin Salm­an, krón­prins­inn í Sádi-Ar­ab­íu, keypti það á dög­un­um fyr­ir 300 millj­ón­ir punda. Liðið er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fjögur stig eftir tíu leiki og enn án sigurs.

Félagið sjálft á eftir að tilkynna ráðninguna, en Sky Sports segir að samkomulag sé komið í höfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert