Robert Firmino sóknarmaður Liverpool verður frá keppni vegna meiðsla um sinn eftir að hafa farið af velli í leik liðsins gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld.
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool skýrði frá þessu á heimasíðu félagsins í dag. Firmino var skipt inn á í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en þurfti síðan að fara af velli.
„Það eru ekki góðar fréttir af Bobby því hann er með alvarlega tognun aftan í læri, sem er mjög óheppilegt. Við vitum ekki nákvæmlega hve lengi han nverðu rfrá keppni en hann verður allavega ekki tilbúinn strax eftir landsleikjahléið," sagði Klopp.