Alvarleg meiðsli hjá Firmino

Roberto Firmino verður ekki með í næstu leikjum Liverpool.
Roberto Firmino verður ekki með í næstu leikjum Liverpool. AFP

Robert Firmino sóknarmaður Liverpool verður frá keppni vegna meiðsla um sinn eftir að hafa farið af velli í leik liðsins gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld.

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool skýrði frá þessu á heimasíðu félagsins í dag. Firmino var skipt inn á í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en þurfti síðan að fara af velli.

„Það eru ekki góðar fréttir af Bobby því hann er með alvarlega tognun aftan í læri, sem er mjög óheppilegt. Við vitum ekki nákvæmlega hve lengi han nverðu rfrá keppni en hann verður allavega ekki tilbúinn  strax eftir landsleikjahléið," sagði Klopp.

Jürgen Klopp faðmar Firmino eftir að sá síðarnefndi þurfti að …
Jürgen Klopp faðmar Firmino eftir að sá síðarnefndi þurfti að fara af velli í leiknum í fyrrakvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert