Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich Town og Charlton Athletic í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, segist hafa hlaupið á sig þegar hann spáði Manchester United sigri fyrir leik liðsins gegn Liverpool í þarsíðustu viku.
Liverpool vann þá sem kunnugt er 5:0 útisigur á Old Trafford.
Holland hyggst ekki gera sömu mistök tvisvar og spáir því naumum sigri Manchester City í Manchester-slagnum í hádeginu á morgun og vísar þar til þess að United hafi ekki verið góðir upp á síðkastið og City verið frábærir, þó United hafi unnið síðasta deildarleik sinn og City tapað sínum.
Þrjú stig skilja svo á milli liðanna fyrir stórleikinn á morgun, sem verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport klukkan 12:30, og hefst upphitun hálftíma fyrr.
Bollaleggingar Hollands í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.