Norðmaðurinn Mathias Normann kom Norwich á bragðið er liðið vann 2:1-útisigur á Brentford í nýliðaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Norwich á leiktíðinni.
Normann skoraði huggulegt fyrsta mark leiksins eftir aðeins sex mínútur og lagði grunninn að sigrinum. Teemu Pukki bætti við öðru marki Norwich áður en Rico Henry minnkaði muninn fyrir Brentford.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.