Jökull maður leiksins í bikarsigri

Jökull Andrésson átti stórleik.
Jökull Andrésson átti stórleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

C-deildarlið Morecambe tryggði sér sæti í 2. umferð enska bikarsins í fótbolta með 1:0-heimasigri á Newport County úr D-deildinni í dag.

Varamaðurinn Aaron Wildig skoraði sigurmarkið á 68. mínútu með sinni fyrstu snertingu. Var hann hetjan ásamt Jökli Andréssyni, sem átti stórleik í markinu.

Jökull varði nokkrum sinnum glæsilega og átti mjög stóran þátt í sigrinum. Hann var kjörinn maður leiksins af stuðningsmönnum félagsins eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert