Victor Lindelöf, miðvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hefur jafnað sig á smávægilegum meiðslum og er því leikfær fyrir stórleikinn gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.
Lindelöf missti af leik United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn og var óvíst hvort hann yrði leikfær þessa helgina.
Raphael Varane meiddist í leiknum gegn Atalanta en þeir Eric Bailly, fyrirliðinn Harry Maguire og Lindelöf eru allir heilir heilsu.