Newcastle þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni en liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Brighton í lokaleik dagsins.
Belginn Leonardo Trossard kom Brighton yfir á 24. mínútu með marki úr víti sem hann náði sjálfur í og var staðan í hálfleik 1:0.
Newcastle kom betur inn í seinni hálfleikinn og Isaac Hayden jafnaði á 66. mínútu og þar við sat. Robert Sánchez, markvörður Brighton, fékk beint rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma en Newcastle tókst ekki að skora sigurmark.
Brigthon er í sjötta sæti með 17 stig, eins og Manchester United og Arsenal. Newcastle er í næstneðsta sæti með fimm stig eftir ellefu leiki.