Enska knattspyrnufélagið Norwich rak í dag þýska knattspyrnustjórann Daniel Farke frá störfum, þrátt fyrir að hann hafi stýrt liðinu til 2:1-sigur á útivelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.
Farke tók við Norwich árið 2017 og fór tvívegis með liðið upp í ensku úrvalsdeildina en féll þess á milli. Hann skilur við Norwich í botnsæti deildarinnar með fimm stig eftir ellefu leiki og aðeins einn sigur.
Fyrir leikinn í dag hafði Norwich aðeins skorað þrjú mörk og fengið tvö stig úr fyrstu tíu leikjunum.