Sáu um Úlfana í seinni hálfleik (myndskeið)

Eftir markalausan fyrri hálfleik sáu þeir Wilfried Zaha og Conor Gallagher um að skora mörk Crystal Palace í 2:0-heimasigri á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Zaha og Gallagher nýttu færin sín vel er þeir komust í góða stöðu í teignum. Crystal Palace er nú með 15 stig í níunda sæti, stigi á eftir Wolves sem er í sætinu fyrir ofan.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert