Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sér líði ekki sem það sé farið að styttast í annan endann á stjóratíð sinn þrátt fyrir vonda frammistöðu og 0:2 tap gegn nágrönnunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Nei, ég er ekki farinn að hugsa þannig. Ég á alltaf í góðum samskiptum við félagið sem eru mjög opin og heiðarleg þegar rætt er um ástandið. Ég vinn fyrir Man. United og vill það sem er Man. United fyrir bestu.
Svo lengi sem ég er hér vil ég gera það sem ég get til þess að bæta ástandið og það felur í sér að komast aftur á þann stað sem við vorum á,“ sagði Solskjær meðal annars eftir leikinn í dag.
Viðtalið við Solskjær má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.