Tilþrifin: Sjálfsmark og skrautlegt mark Silva

Eric Bailly skoraði sjálfsmark snemma leiks og Bernardo Silva skoraði úr næsta ómögulegri stöðu rétt fyrir leikhlé þegar Manchester City hafði 2:0 útisigur á nágrönnum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bailly þrumaði boltanum í eigið net á sjöundu mínútu eftir fyrirgjöf Joao Cancelo.

Undir lok fyrri hálfleiks gaf Cancelo svo lúmskan boltan fyrir sem virtist vera að sigla aftur fyrir en Silva gefst aldrei upp og náði að pota í boltann sem fór í David de Gea í marki United og þaðan í netið.

Mörkin tvö og helstu færin úr Manchester-slagnum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert