Adam Armstrong var hetja Southampton þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0 sigri liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi.
Markið kom strax á þriðju mínútu. James Ward-Prowse sendi þá langan bolta fram völlinn, Matty Cash í vörn Villa misreiknaði boltann og fékk hann í sig, þaðan sem boltinn barst til Armstrongs sem skoraði með glæsilegu vinstri fótar skoti upp í nærhornið.
Markið fallega og allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.