Lewis Dunk, varnarmaður Brighton, lék lokakaflann í leik liðsins við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í markinu eftir að Robert Sánchez fékk að líta rauða spjaldið og Brighton hafði gert allar þrjár skiptingar sínar.
Dunk fór í markið í uppbótartíma og hélt hreinu í þær sjö mínútur eða svo sem hann spilaði. Leandro Trossard kom Brighton yfir á 24. mínútu en Isaac Hayden jafnaði fyrir Newcastle á 66. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.