„Arsenal er ekki til sölu“

Josh Kroenke, stjórnarformaður Arsenal.
Josh Kroenke, stjórnarformaður Arsenal. Ljósmynd/Arsenal

Stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, Josh Kroenke, segir að félagið sé ekki til sölu þrátt fyrir tilboð sænska milljarðamæringsins Daniel Ek.

„Þetta er frábært félag. Arsenal er heimsfrægt vörumerki og mín einu viðbrögð við þessu tilboði er að félagið er ekki til sölu. Við erum rétt að byrja.“

Ek, sem er eigandi tónlistarveitunnar Spotify bauð 1,8 billjón punda í félagið í maí en ekkert svar hefur borist ennþá. Margir stuðningsmenn Arsenal eru orðnir þreyttir á aðferðum Kroenke fjölskyldunnar og vilja fá nýjan eiganda inn. Kroenke horfir þó einungis áfram veginn.

Stuðningsmenn Arsenal hafa mótmælt eignarhaldi Kroenke-fjölskyldunnar harðlega.
Stuðningsmenn Arsenal hafa mótmælt eignarhaldi Kroenke-fjölskyldunnar harðlega. AFP

„Stuðningsmenn Arsenal eiga alltaf að gera ráð fyrir því besta. Þeir hafa alltaf gert það og á ekki að verða nein breyting á því. Við erum í uppbyggingu á liðinu og í sumar keyptum við ákveðna leikmenn, í ákveðnar stöður og á ákveðnum aldri til að koma liðinu í rétta átt. Við erum með leikmenn sem skilja allt eftir á vellinum stuðningsmenn geta verið stoltir af því, hvort sem við vinnum eða töpum.“

„Bestu lið landsins eru í betri stöðu en við þar sem þau hafa byggt upp sterk lið á undanförnum árum. Við höfum verið að breyta um aðferðir og nú erum við farnir að minnka bilið upp í toppliðin hægt og rólega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert