David James, fyrrverandi markvörður ÍBV og Liverpool, ræddi við Tómas Þór Þórðarson, Bjarna Þór Viðarsson og Gylfa Einarsson í Vellinum á Símanum sport eftir 3:2-sigur West Ham á Liverpool.
James var ekki sáttur við Alisson í marki Liverpool, sem fékk á sig tvö mörk eftir hornspyrnur. Enski markvörðurinn fyrrverandi segir að Alisson hafi verið í slæmu hugarástandi, þar sem hann einbeitti sér að baráttu við sóknarmenn West Ham, frekar en boltanum.
Þá ræddi James einnig um uppstoppaðan lunda sem hann geymir á hillu heima hjá sér og Hermann Hreiðarsson.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.