Klopp ósáttur við dómarann (myndskeið)

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ósáttur við dómgæsluna er liðið tapaði 2:3 fyrir West Ham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Klopp segir fyrsta mark leiksins ekki hafa átt að standa en það skráist sem sjálfsmark á Alisson í markinu.

„Það var brotið á markverðinum í fyrsta markinu. Hann ýtti í höndina á honum. Hvernig geturðu gripið boltann ef einhver ýtir í höndina á þér?“ sagði þjóðverjinn pirraður eftir leik.

Þá vildi hann sjá rautt spjald á Aaron Cresswell, varnarmann West Ham, fyrir brot á Jordan Henderson. „Þetta var ljót tækling, þótt hann hafi farið í boltann fyrst. Þá verður þú að hafa stjórn á líkamanum þínum,“ sagði Klopp.

Ítarlegt viðtal við Klopp má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert