Mörkin: Átti mark West Ham að standa?

West Ham vann afar sterkan 3:2-sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á London-vellinum í dag.

Fyrsta mark West Ham skráist sem sjálfsmark á Alisson, markvörð Liverpool, en hann var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu. Eftir skoðun í VAR var markið dæmt gott og gilt.

Liverpool náði að jafna í 1:1 en West Ham komst í 3:1 í seinni hálfleik og fagnaði að lokum sigri.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert