Smith rekinn frá Aston Villa

Dean Smith er orðinn atvinnulaus.
Dean Smith er orðinn atvinnulaus. Ljósmynd/Aston Villa

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa tilkynnti rétt í þessu að stjóri þess, Dean Smith hefði verið rekinn.

Smith tók við liðinu B-deildinni í október 2018 og kom því aftur upp í ensku úrvalsdeilina. Hann kom liðinu einnig í úrslitaleik deildabikarsins árið 2020 þar sem það tapaði gegn Manchester City.

Liðið endaði í 11. sæti deildarinnar á síðasta tímabili en hafa ekki byrjað þetta tímabil jafnvel. Það situr í 15. sætinu og eftir fimm tapleiki í röð hefur Smith nú verið látinn taka pokann sinn. 

Leit af eftirmanni hans er hafin og er spurning hvort það verði nýr maður við stjórnvölinn þann 20. nóvember þegar Villa fær Brighton í heimsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert