Howe nýr stjóri Newcastle

Eddie Howe skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við …
Eddie Howe skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Newcastle. AFP

Eddie Howe hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Howe tekur við liðinu af Steve Bruce sem var rekinn á dögunum en fyrir helgi bárust fréttir af því að Howe væri að taka við liðinu.

Howe, sem er 43 ára gamall, skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við félagið en hann stýrði Bournemouth frá 2012 til ársins 2020.

Newcastle hefur ekki gengið vel það sem af er tímabili en liðið er með 5 stig í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert