Í viðræðum við Norwich

Frank Lampard er á óskalista Norwich.
Frank Lampard er á óskalista Norwich. AFP

Enski knattspyrnustjórinn Frank Lampard er í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Norwich um að taka við liðinu. Það er Football Insider sem greinir frá þessu.

Lampard hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í janúar 2020 en hann stýrði Derby í ensku B-deildinni frá 2018 til 2019 áður en hann tók við Chelsea haustið 2019.

Norwich leitar að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Daniel Farke var rekinn frá félaginu um nýliðna helgi en hann hafði stýrt liðinu frá árinu 2017.

Norwich er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 5 stig eftir ellefu umferðir, sex stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert