Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það hafi verið mistök að yfirgefa enska knattspyrnufélagið ekki fyrr en hann gerði. Þetta kom fram í viðtali hans við breska miðilinn Telegraph.
Wenger lét af störfum hjá Arsenal árið 2018 en stuðningsmenn enska félagsins voru þá margir hverjir orðnir mjög þreyttir á franska stjóranum.
Frakkinn stýrði Arsenal frá 1996 til ársins 2018 en liðið varð þrívegis Englandsmeistari undir hans stjórn og sjö sinnum bikarmeistari.
„Ég varð of samtvinna klúbbnum og það voru mín stærstu mistök hjá Arsenal,“ sagði Wenger.
„Ég er mjög heimakær og það er minn stærsti galli. Ég hefði átt að yfirgefa Arsenal miklu fyrr.
Ég velti því oft fyrir mér hvort ég hefði toppað tímabilið sem liðið tapaði ekki leik og kannski hefði verið besti tímapunkturinn að láta af störfum eftir tímabilið 2007 því þá fór ég að skynja núning milli mín og stjórnarinnar,“ sagði Wenger.