Snýr Gerrard aftur til Englands?

Steven Gerrard er orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Aston Villa.
Steven Gerrard er orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Aston Villa. AFP

Steven Gerrard er sterklega orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska knattspyrnufélaginu Aston Villa en félagið rak Dean Smith úr starfi í gær.

Smith hafði stýrt liðinu frá árinu 2018 þegar það lék í ensku B-deildinni en gengi liðsins undanfarnar vikur hefur verið afleitt.

Liðið er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu ellefu umferðirnar en Villa hefur tapað síðustu fimm deildarleikjum sínum í röð.

Gerrard hefur stýrt Rangers í Skotlandi frá árinu 2018 en hann gerði liðið að Skotlandsmeisturum í fyrsta sinn í tíu ár á síðustu leiktíð.

Ásamt Gerrard hefur Ralph Hasenhüttl einnig verið orðaður við starfið en hann stýrir í dag liði Southampton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert