Uppreisn í búningsklefa United?

Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes eru sagðir vera orðnir þreyttir …
Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes eru sagðir vera orðnir þreyttir á Ole Gunnar Solskjær. AFP

Stærstu stjörnur enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru orðnar langþreyttar á norska stjóranum Ole Gunnar Solskjær. Það er breski miðillinn Sportsmail sem greinir frá þessu.

Framtíð Solskjærs hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur en United hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum og tapað fjórum þeirra.

Sportsmail nefnir sérstaklega Portúgalana Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo en þeir eru báðir lykilmenn í liði United.

Fernandes finnst leikmenn liðsins ekki fá nægilega góð fyrirmæli um hlutverk sín inni á vellinum og Ronaldo er ósáttur með það hversu mikið gæðin innan félagsins hafa minnkað síðan hann lék síðast með United árið 2009.

Þá er leikmannahópurinn sagður ósáttur með hlutskipti Donny van de Beek hjá félaginu og hversu lítið hann fær að spila, þrátt fyrir að standa sig vel á æfingum.

Sportsmail segir að ef fram heldur sem horfir muni leikmennirnir snúast gegn norska stjóranum á endanum og uppreisn muni eiga sér stað í búningsklefa liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert