Sancho æfir nýja stöðu

Framtíðar vængbakvörður?
Framtíðar vængbakvörður? AFP

Jadon Sancho, vængmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, æfir um þessar mundir nýja stöðu á æfingum félagsins.

Sancho spilar iðulega á öðrum hvorum kantinum eða sem sóknartengiliður en æfir nú stöðu vængbakvarðar, að því er The Athletic greinir frá.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, skipti á dögunum yfir í 3-5-2 leikkerfi þar sem bakverðirnir Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw hafa leyst stöður vængbakvarðar.

Wan-Bissaka hefur sérstaklega sætt gagnrýni fyrir að vera ekki nægilega liðtækur sóknarlega þó hann sé sterkur varnarmaður og því henti staða vængbakvarðar honum illa.

Sancho er aftur á móti afar skapandi leikmaður þó ferill hans hjá United hafi farið afar hægt af stað.

Hefur hann hins vegar aldrei á ferli sínum til þessa, en hann er 21. árs gamall, leikið í stöðu vængbakvarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert