Er ekki með töfrasprota til að veifa

Eddie Howe er nýr knattspyrnustjóri Newcastle United.
Eddie Howe er nýr knattspyrnustjóri Newcastle United. AFP

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri  enska félagsins Newcastle United, segist gera sér fulla grein fyrir því að hans bíði ærið verkefni.

„Verkefnið fram undan er risavaxið. Þetta er mjög erfitt og krefjandi, ég dreg ekki dul á það. Við eigum mjög erfiða leiki fyrir höndum í desember.

Það eina sem við getum gert er að horfa fram á við, reynt að vinna næsta leik og reyna að vera betur undirbúnir fyrir næsta leik eftir það,“ sagði Howe á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri í dag.

Newcastle situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki unnið leik í fyrstu 11 leikjum deildarinnar.

„Það er enginn töfrasproti til staðar. Það mun krefjast hellings vinnu að innleiða það sem við viljum sjá hjá leikmönnunum skjótlega. Framlag þeirra hingað til hefur verið gífurlega gott hingað til. Við þurfum á því að halda dag eftir dag,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert