Gætu kostað Liverpool meistaratitilinn

Thiago Alcantara hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann gekk …
Thiago Alcantara hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann gekk til liðs við Liverpool. AFP

Tveir miðjumenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool gætu kostað félagið meistaratitilinn á tímabilinu. Þetta kom fram í viðtali Anthony Cascarino, fyrrverandi leikmanns Chelsea, við The Times.

Liverpool tapaði sínum fyrst leik á tímabilinu gegn West Ham um síðustu helgi en Liverpool lenti 1:3-undir í leiknum í London áður en þeim tókst að minnka muninn í 2:3 og urðu það lokatölur leiksins.

Liverpool hefur verið í vandræðum á miðsvæðinu á tímabilinu en þeir Fabinho og Thiago hafa báðir verið að glíma við meiðsli.

„Ástæaðn fyrir upp og niður spilamennsku Liverpool á tímabilinu er miðsvæðið og vandræðin sem þeir eru í þar,“ sagði Cascarino.

„Síðan Klopp tók við hafa þeir verið með miðjumenn sem pressa stíft og vinna boltann ofarlega á vellinum en núna eru þeir ekki að gera það og varnarmennirnir eru þess vegna berskjaldaðir.

Þeir sakna Gini Wijnaldums mikið og Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara eru einfaldlega ekki nógu góður pressuleikmenn, sérstaklega gegn stærri og sterkari mótherjum. 

Fabinho er sterkur en hann virkar ekki í leikformi og það sást gegn West Ham. Ef fram heldur sem horfir geta þeir ekki blandað sér í baráttuna um titilinn,“ bætti Cascarino við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert