Keypti stóran hlut í West Ham

Daniel Kretínský á nú 27% hlut í West Ham.
Daniel Kretínský á nú 27% hlut í West Ham. AFP

Tékkneski auðjöfurinn Daniel Kretínský hefur keypt stóran hlut í enska knattspyrnufélaginu West Ham. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Kretínský á nú 27% hlut í félaginu en hann getur eignast meirihluta í félaginu í framtíðinni en félagið er í dag í eign þeirra David Sullivan og David Gold sem hafa átt meiruhluta West Ham frá árinu 2010.

Kretínský, sem er 46 ára gamall, er ekki ókunnugur knattspyrnuheiminum því hann er meðeigandi og forseti Sparta Prag í Tékklandi. Þá á hann 94% hlut í stærsta orkufyrirtæki Mið-Evrópu, EPH.

West Ham hefur byrjað tímabilið af miklum krafti en liðið er í þriðja sæti deildarinnar eftir fyrstu ellefu umferðirnar með 23 stig, þremur stigum minna en topplið Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert