Átján mánaða fangelsi vegna dauða Sala

Emiliano Sala lést í janúar 2019.
Emiliano Sala lést í janúar 2019. AFP

Viðskiptajöfurinn David Henderson hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi en hann var fundinn sekur um að bera ábyrgð á dauða argentínska knattspyrnumannsins Emiliano Sala í síðasta mánuði.

Henderson, sem er 67 ára gamall, var fundinn sekur um að hafa með gáleysi sínu stofnað flugvél, með knattspyrnumanninum innanborð og David Ibbotson flugmanni vélarinnar, í hættu en vélin brotlenti á leið sinni til frá Frakklandi með þeim afleiðingum að bæði Sala og Ibbotson létus.

Atvikið átti sér stað í janúar 2019 en Henderson skipulagði flugið, sem var að nóttu til, en Ibbotson hafði ekki flugmannsréttindi til að fljúga vélinni og Henderson var meðvitaður um það. 

Þá bað Henderson þá sem vissu af flugferðinni örlagaríku um að þegja yfir þeim upplýsingum um að Ibbotson hafði ekki tilskilin réttindi til að fljúga vélinni.

Dómurinn var kveðinn upp í Cardiff í Wales.

David Henderson.
David Henderson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert