Salah bestur í október

Mohamed Salah skoraði fimm mörk og lagði upp önnur fjögur …
Mohamed Salah skoraði fimm mörk og lagði upp önnur fjögur í mánuðinum. AFP

Mohamed Salah, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta tilkynnti enska úrvalsdeildin á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Salah, sem hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar það sem af er tímabilið, skoraði fimm mörk og lagði upp önnur fjögur í deildinni í október.

Þetta er í fyrsta sinn sem Egyptinn, sem er 29 ára gamall, er útnefndur leikmaður mánaðarins á tímabilinu en hann hafði betur gegn Ben Chilwell, Phil Foden og Declan Rice sem einnig komu til greina.

Salah hefur skorað 10 mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, ásamt því að leggja upp sjö mörk en Liverpool er með 22 stig í fjórða sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert