Sadio Mané, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Aliou Cissé, landsliðsþjálfari Senegal, á blaðamannafundi í gær.
Mané, sem er 29 ára gamall, fór meiddur af velli í leik Senegals og Tógó í undankeppni HM 2022 í Lomé í gær.
Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Mané var skipt af velli strax á 28. mínútu eftir að hafa lent illa eftir skallaeinvígi.
„Við tókum Mané af velli en það voru fyrst og fremst varúðarráðstafanir,“ sagði Cissé.
„Þetta var smávægilegt og meiðsli hans eru ekki alvarleg,“ bætti Cissé við.