Landsliðsþjálfarinn framlengir

Gareth Southgate stýrir enska landsliðinu næstu tvö árin.
Gareth Southgate stýrir enska landsliðinu næstu tvö árin. AFP

Gareth Southgate hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnusambandið og verður hann áfram landsliðsþjálfari karlalandsliðsins næstu tvö árin. Samningur Southgates átti að renna út eftir HM í Katar á næsta ári.  

Undir stjórn Southgates hefur enska liðið náð afar góðum árangri og farið í undanúrslit HM 2018 og úrslit á EM í sumar. Hann gerði fjögurra ára samning við enska sambandið þegar hann tók við liðinu í nóvember 2016.

Eftir 5:0-heimasigur á Albaníu í gær nægir Englandi jafntefli gegn San Marínó á mánudag til að gulltryggja sætið sitt á HM í Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert