Gareth Southgate hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnusambandið og verður hann áfram landsliðsþjálfari karlalandsliðsins næstu tvö árin. Samningur Southgates átti að renna út eftir HM í Katar á næsta ári.
Undir stjórn Southgates hefur enska liðið náð afar góðum árangri og farið í undanúrslit HM 2018 og úrslit á EM í sumar. Hann gerði fjögurra ára samning við enska sambandið þegar hann tók við liðinu í nóvember 2016.
Eftir 5:0-heimasigur á Albaníu í gær nægir Englandi jafntefli gegn San Marínó á mánudag til að gulltryggja sætið sitt á HM í Katar.