Smith að taka við Norwich

Dean Smith verður ekki lengi án atvinnu.
Dean Smith verður ekki lengi án atvinnu. AFP

Dean Smith er að taka við stjórnartaumunum hjá botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla, Norwich City.

Um síðustu helgi var Smith látinn taka pokann sinn hjá Aston Villa, sem hefur ráðið Steven Gerrard í hans stað.

Einnig um síðustu helgi var Daniel Farke rekinn frá Norwich og sú stjórastaða er búin að vera laus síðan þá. Í vikunni hafnaði Frank Lampard því að taka við starfinu.

Samkvæmt BBC Sport verður hins vegar ráðning Smiths sem nýs knattspyrnustjóra Norwich tilkynnt á morgun eða á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert