Dean Smith er að taka við stjórnartaumunum hjá botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla, Norwich City.
Um síðustu helgi var Smith látinn taka pokann sinn hjá Aston Villa, sem hefur ráðið Steven Gerrard í hans stað.
Einnig um síðustu helgi var Daniel Farke rekinn frá Norwich og sú stjórastaða er búin að vera laus síðan þá. Í vikunni hafnaði Frank Lampard því að taka við starfinu.
Samkvæmt BBC Sport verður hins vegar ráðning Smiths sem nýs knattspyrnustjóra Norwich tilkynnt á morgun eða á mánudag.