Gary Hoffman, formaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, hefur sagt af sér og mun láta af störfum í janúar á næsta ári.
Hoffman fékk á sig mikla pressu eftir að Mohammed bin Salman var leyft að kaupa enska knattspyrnuliðið Newcastle, en Salman er krónprins frá Sádi-Arabíu.
„Það hafa verið forréttindi að stýra ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö tímabil. Ég hef ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar og leyfa nýjum aðila að taka við stjórnvölunum,“ sagði Hoffman í tilkynningu.
Stjórn deildarinnar gaf einnig frá sér tilkynningu í kjölfar fréttanna.
„Enska úrvalsdeildin er þakklát Gary Hoffman fyrir sín störf. Hann hefur stýrt henni í gegnum erfiðustu tíma sögunnar og skilur hana eftir í sterkustu stöðu sem hún hefur verið í. Leitin að arftaka Gary er nú þegar hafin.“