Martröð að dæma með hann á vellinum

Michael Oliver knattspyrnudómari.
Michael Oliver knattspyrnudómari. AFP

Michael Oliver, knattspyrnudómari í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki vera í nokkrum vafa um hvaða leikmanni hafi verið erfiðast að dæma hjá á ferli sínum í deildinni.

Sá er velski sóknarmaðurinn Craig Bellamy, sem lét jafnan duglega í sér heyra á löngum ferli sínum með Coventry City, Newcastle United, Blackburn Rovers, Liverpool, West Ham United, Manchester City og Cardiff City í deildinni.

„Craig Bellamy var ótrúlega erfiður. Það sem maður rekur sig á er að það er erfitt að dæma hjá sumum liðum.

Lið sem eru til dæmis ekki að vinna, þannig er það á öllum stigum fótboltans, og lið sem eru ekki vön því að tapa. Pirringurinn er meiri hjá þeim,“ sagði Oliver í samtali við The Athletic.

Craig Bellamy var ekkert lamb fyrir dómara að leika sér …
Craig Bellamy var ekkert lamb fyrir dómara að leika sér við. AFP

„En ef ég ætti að nefna einn leikmann þá væri það Bellamy. Ég horfði á hann í tvö eða þrjú ár, ég er aðdáandi Newcastle og maður vildi hafa hann í liðinu sína því hann var sigurvegari.

En það var martröð að dæma með hann á vellinum því hann reifst við mann um allt. Ef þú sagðir honum að eitthvað væri svart svaraði hann með því að segja það hvítt,“ bætti hann við.

Howard Webb, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur áður talað á sömu nótum.

Webb þótti það líka erfitt að dæma með Bellamy á vellinum og að hann væri fljótur til að deila sinni skoðun en tæki aldrei tillit til skoðunar dómarans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert