Miðjumaður United til Dubai í endurhæfingu

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Paul Pogba, miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, er farinn til Dubai til að halda endurhæfingu sinni áfram.

Pogba meiddist framan á læri á landsliðsæfingu Frakklands í síðustu viku og er talið að hann verði frá jafnvel fram á nýtt ár. 

Hann hefur nú haldið til Sameinuðu Arabísku Furstadæmana í áframhaldandi endurhæfingu en það er mjög vinsælt meðal íþróttamanna að fara þangað í meiðslum.

„Við missum ekki trúna, við missum ekki jákvæðnina. Höldum áfram að brosa, við munum snúa aftur. Takk fyrir allan stuðninginn,“ sagði Pogba eftir meiðslin.

Næsti leikur Manchester United er á laugardaginn þegar liðið mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Pogba verður ekki klár í þann leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert